UM OKKUR

SAGA OG MARKMIÐ

Graníthöllin ehf. var opnuð árið 2012. Eigandi fyrirtækisins á að baki tæplega 30 ára reynslu af meðhöndlun náttúrusteins og margra ára reynslu af vinnu við legsteina.

Graníthöllin er til húsa að Dverghöfði 27, 110 Reykjavík , en fyrirtækið þjónustar allt landið. Fyrirtækið er í rúmgóðu og fallegu húsnæði með góðu aðgengi, jafnvel fyrir hjólastóla. Vel er tekið á móti öllum. Alltaf er heitt á könnunni.

Markmið Graníthallarinnar er að bjóða fallega og vandaða legsteina og fyrsta flokks þjónustu á samkeppnishæfu verði. Graníthöllin býður upp á fjölbreytt úrval legsteina úr graníti, allt frá einföldum og klassískum legsteinum, upp í skrautlega steina með miklum útskurði. Í verslun okkar erum við með yfir hundrað gerðir af legsteinum í fjölmörgum litum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að er hægt að sérpanta legsteina eftir óskum hvers og eins á sama verði. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Granít hentar sérstaklega vel í legsteina þar sem það þolir hvað best íslenska veðrun.

color

Fylgihlutir með legsteinum

Graníthöllin býður upp á mikið úrval af fylgihlutum með legsteininum, svo sem beðramma framan við legsteininn, luktir, blómavasa, fugla og ljósmyndaramma utan um keramikmyndir, en mjög hefur færst í vöxt að fólk vilji fegra legsteininn með fylgihlutum að smekk hvers og eins.

Hægt að fá koparluktir og vasa, sem hafa notið vinsælda í áratugi, en einnig granítluktir og granítvasa í stíl við legsteininn sem er nýjung hér á landi. Fólki líkar granít fylgihlutirnir mjög vel, enda eru þeir stílhreinir og fallegir. Kosturinn við granít fylgihlutina er að þeir eru úr sama efni og legsteinninn og hafi því sambærilegan endingartíma.

Hægt er að setja legsteina upp allt árið um kring. Við uppsetningu legsteins skiptum við um jarðveg undir steininum, hellusandur er settur í staðinn fyrir moldina og þjappað og slétt vel þannig að steinninn standi beinn og fallegur í kirkjugarðinum.

Ath.Graníthöllin ehf. ber ekki ábyrgð á legsteinum og beðrömmum, ef þeir fara að skekkjast eða halla, og/eða öðrum fylgihlutum.

Vinsamlegast skoða uppsetningu á legstein / beðramma innan 3 daga.

Graníthöllin tekur að sér viðgerðir og viðhald á eldri legsteinum, þó þeir séu ekki frá okkar fyrirtæki. Það borgar sig að rétta við legsteina sem eru farnir að halla eða við það að falla á hliðina vegna þess að það hafa orðið alvarleg slys, sérstaklega erlendis, af völdum þess að steinar falla um koll. Slíkt lagar Graníthöllin fyrir sanngjarnt verð.

Við bjóðum einnig upp á þá þjónustu að hreinsa upp eldri legsteina, bæta við áletrun og endurmála þegar farið er að sjá á letri/málningu.

Til að fá tilboð í slíkt þurfum við að fá að sjá mynd af steininum og nákvæma lýsingu á því sem óskað er að við gerum.

Ath.Graníthöllin ehf. ber ekki ábyrgð á legsteinum og beðrömmum, ef þeir fara að skekkjast eða halla, og/eða öðrum fylgihlutum.

Vinsamlegast skoða uppsetningu á legstein / beðramma innan 3 daga.

user

Heiðar Skúli Steinsson

heidar@granithollin.is